Sumarsláttur hafin þrátt fyrir kalsatíð
Starfsmenn Reykjasbæjar hófu slátt í vikunni og mátti sjá þá víða um bæinn. Veðurguðirnir hafa haft slæm áhrif á sprettu sem hefur verið minni en venjulega er. Eins og sjá má á myndinni er sláttumaðurinn klæddur eins og um miðjan vetur, í regn- og vindgalla og með höfuðfat sem hlífir öllu höfði og andliti nema augum.