Þriðjudagur 16. maí 2006 kl. 17:32
Sumaropnun Bláa Lónsins tók gildi í gær
Sumaropnunartímar Bláa Lónsins – heilsulindar tóku gildi í gær en opið verður á baðsvæðinu frá kl. 09:00 – 21:00 í sumar. Baðgestum er heimilt að dvelja í heilsulindinni í 45 mínútur eftir að sölu á aðgöngumiðum lýkur hvern dag.