Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sumarið komið á Reis-brautinni
Laugardagur 30. apríl 2005 kl. 18:40

Sumarið komið á Reis-brautinni

Sumarvertíðin er komin í gang á Go-kart brautinni í Reykjanesbæ. Þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið hjá í dag var Stebbi í Reis, eins og hann er gjarna kallaður, að leiðbeina hópi ungmenna sem komu úr Reykjavík til að fara í Go-kart og skreppa í Bláa Lónið.

Stebbi segir að slíkt fyrirkomulag hafi notið mikilla vinsælda að undanförnu, en nokkuð hafi verið að gera á brautinni í vor. Erillinn er alltaf mestur um helgar þar sem keyrt er fram á kvöld, en brautin er opin alla daga vikunnar.

VF-myndir/Þorgils

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024