Sumarið kemur á miðvikudaginn
Allar tiltækar veðurspár gera ráð fyrir því að langþráð sumarblíða komi til Suðurnesja á miðvikudaginn og að hér verði bongóblíða bæði á miðvikudag og fimmtudag. Þannig er gert ráð fyrir 16 stiga hita á Keflavíkurflugvelli á miðvikudag og 18. stigum á fimmtudag.
Í dag verður suðaustlæg átt 5-10, skýjað með köflum og úrkomulítið við Faxaflóa. Hiti 10 til 18 stig og hlýjast í innsveitum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 3-8 m/s og skýjað. Hiti 12 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Austlæg átt, 5-13 en 10-18 með suðurströndinni. Víða léttskýjað, en þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 24 stig, hlýjast vestanlands, en svalast í þokuloftinu.
Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt, 5-15, hvassast suðaustantil. Skýjað um landið austanvert og við norðvesturströndina og dálítil rigning austast, en þurrt og bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast suðvestantil.
Á föstudag:
Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en skýjað með köflum um landið suðvestanvert og yfirleitt þurrt. Heldur kólnandi veður.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og víða þokuloft norðantil, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt suðvestantil, en rigning fyrir austan. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.
Heimild: Veðurstofa Íslands