Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sumarið heilsar með skúraveðri
Miðvikudagur 22. apríl 2009 kl. 08:09

Sumarið heilsar með skúraveðri


Samkvæmt spá Veðurstofunnar heilsar sumarið með skúraveðri við Faxaflóasvæðið en fyrsti sumardagur er á morgun. Í dag er gert ráð fyrir austan 13-20 m/s og rigningu, en mun hægari suðaustanátt og skúrum síðdegis. Austlægari á morgun og  hiti 2 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:
Norðaustan 10-15 m/s og slydda eða snjókoma á Vestfjörðum síðdegis, annars austan 8-13 og rigning eða skúrir, en hægari og úrkomulítið á N- og NA-landi. Hiti 0 til 8 stig, kaldast norðvestantil.

Á föstudag:

Norðanátt, allhvöss vestantil á landinu, en annars hægari. Slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en þurrt að mestu syðra. Kólnandi veður.

Á laugardag:

Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart veður. Hiti 1 til 7 stig, en í kringum frostmark á N- og A-landi. Vaxandi suðaustanátt með rigningu og slyddu S- og V-lands um kvöldið.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:

Útlit fyrir suðaustanátt og milt veður. Víða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Austlægari á þriðjudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

---

Mynd: Á þessu korti Veðurstofunnar sést staðan á hádegi á morgun, Sumardaginn fyrsta.