Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sumarferðir leggja upp í sína fyrstu ferð til Alicante
Miðvikudagur 23. apríl 2003 kl. 15:44

Sumarferðir leggja upp í sína fyrstu ferð til Alicante

Sumarferðir lögðu upp í sína fyrstu ferð til Alicante á Spáni um kl. sex í morgun. Um 230 farþegar voru í þessari fyrstu ferð en fastar vikulegar ferðir félagsins til Spánar hefjast síðari hluta maímánuðar. Farið var í dag með Boeing leiguflugvél frá Atlanta en áætlunarflug félagsins verður á vegum Spanair.Sumarferðir, sem eru í eigu Helga Jóhannssonar, Þorsteins Guðjónssonar og Gunnars Fjalars Helgasonar, bjóða upp á beint leiguflug til Alicante á Spáni einu sinni í viku í sumar.

Þó nokkrir Suðurnesjamenn voru í ferðinni í morgun og á meðfylgjandi mynd má sjá kunnugleg andlit úr Grindavík, s.s. Pál Pálsson forstjóra Vísis hf. og frú.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024