Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 2. júní 2000 kl. 15:06

Sumardjamm og blautbolskeppni í Keflavík á morgun

Útvarpsstöðin FM 957 efnir til sumardjamms í Keflavík á morgun. Dagskrá verður í Sundmiðstöðinni frá kl. 13-16.Meðal annars verður keppt í því hver lendir verst í sundlauginn og gefur mestu gusuna. Bringuboðsund í öllum fötum. Hlustendur geta keypt kossa af dagskrárgerðarmönnum og fengið glaðning í staðinn. Þá verður blautbolskeppni karla og kvenna og einnig verður svalasti sumardjammbíll bæjarins valinn. Um kvöldið verður ball í Stapa þar sem Land & Synir leika fyrir dansi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024