Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 28. ágúst 2001 kl. 11:44

Sumarbústaðaland við Keili?

Áhugi hefur vaknað fyrir því að útbúa sumarbústaðalönd á Selsvöllum við Keili. Um er að ræða stórt og mikið svæði sem getur leikandi borið að minnsta kosti eitthundrað sumarbústaði.

Lítið er um sumarbústaðalönd á Suðurnesjum en þau eru einhver í nágrenni Grindavíkur, á Vatnsleysuströnd og einhverja bústaði má finna á Stafnesi við Sandgerði. Jakob Árnason, landeigandi við Keili sagði aðspurður að hann hafi stundum verið spurður um þennan möguleika. Þú ert ekki sá fyrsti sem spyr mig um þetta. Þetta er vel framkvæmanlegt og hugmyndin er góð. Þarna eru mjög góðar aðstæður til að útbúa mjög gott svæði fyrir sumarbústaðalönd. Lítil mál er að fá vatn og rafmagn og svo er þetta náttúrlega eitt fallegasta landsvæði á Reykjanesi. Af hverju þyrftu Suðurnesjamenn að fara langar leiðir austur fyrir fjall eða upp í Borgarfjörð“, sagði Jakob.
Selsvellir eru vestan Keilis sem er eitt helsta tákn Suðurnesja og Reykjaness. Hægt er að ganga á fjallið og það gera all nokkrir á hverju ári. Vegur liggur að fjallinu en þó þarf að ganga um 20 mínútur að því til að klífa upp á tind. Ekki er ólíklegt að mikill áhugi væri fyrir því að byggja upp sumarbústaðalönd við þennan skemmtilega stað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024