Sumarblíða næstu daga
Veðrið ætlar að leika við okkur út alla vikuna samkvæmt veðurspá. Gert er ráð fyrir norðaustan 3-8 m/s og léttskýjuðu næsta sólarhringinn við Faxaflóann. Hiti verður á bilinu 10 til 15 stig að deginum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðaustan 3-5 m/s og léttskýjað. Hiti 8 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Norðlæg átt, víða 5-10 m/s en 10-15 austast. Léttskýjað S- og V-lands, annars skýjað og dálítil væta á A-landi. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast suðvestantil.
Á fimmtudag og föstudag:
Norðaustlæg átt og víða bjartviðri, en skýjað norðaustantil og stöku skúrir S-lands. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Hæglætisveður, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 10 til 15 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Austlæg átt, skýjað og lítilsháttar úrkoma.
----
Ljósmynd/elg – Þau eru falleg sumarkvöldin við Faxaflóann þessa dagana. Myndin er tekin frá Innri-Njarðvík að átt að Hólmbergsvita.