Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Súldarloft í nótt og á morgun
Laugardagur 9. júní 2007 kl. 11:29

Súldarloft í nótt og á morgun

Gert er ráð fyrir hægri austlægri átt og rofar til á Faxaflóasvæðinu til kl 18 á morgun. Suðaustan 3-8 og súldarloft í nótt og á morgun. Hiti 12 til 17 stig í dag, en svalara á morgun.

Veðurhorfur á landinu - til kl. 18 á morgun
Víðast hægviðri eða suðaustan gola. Rofar til sunnanlands, bjartviðri norðanlands en sums staðar þoka við sjávarsíðuna norðaustan- og austanlands. Sunnan 3-8 m/s og rigning eða súld suðvestan- og vestanlands í nótt og í fyrramálið. Stöku skúrir norðan- og austanlands. Hiti 6 til 18 stig að deginum, svalast í þokunni.


Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag: Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Léttskýjað að mestu sunnanlands og vestan, en líkur á síðdegisskúrum. Skýjað og dálítil súld norðan- og austanlands. Hiti 10 til 18 stig, en 7 til 13 stig norðan- og austanlands. Á þriðjudag: Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Þokuloft norðanlands en súld á Austur- og Suðausturlandi. Síðdegiskúrir suðvestantil. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands. Á miðvikudag: Hæg suðlæg átt. Skúrir suðvestantil en annars skýjað með köflum. Hiti 6 til 12 stig. Á fimmtudag og föstudag: Suðlæg átt. Rigning sunnan- og vestanlands en annars skýjað með köflum. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast norðaustanlands.

 

Byggt á veðurspá Veðurstofu Íslands - www.vedur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024