Súld og vestlægar áttir
Klukkan 9 var suðvestlæg átt, víða 3-8 m/s, en hægviðri sunnanlands. Súld eða þokuloft víða um landið vestanvert, en hálfskýjað eða skýjað og þurrt austantil. Kaldast var 2 stiga frost á Skjaldþingsstöðum, en hiti mældist mest 7 stig vestanlands.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestlæg átt, víða 5-10 m/s og súld eða þokuloft, en skýjað með köflum og úrkomulítið austantil fram á kvöld. Vestan 3-8 m/s og víða súld eða rigning á morgun, en norðlægari á norðanverðu landinu og sums staðar slydda. Hiti víða 3 til 9 stig, en kólnar norðanlands á morgun.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestlæg átt, víða 5-10 m/s og súld eða þokuloft, en skýjað með köflum og úrkomulítið austantil fram á kvöld. Vestan 3-8 m/s og víða súld eða rigning á morgun, en norðlægari á norðanverðu landinu og sums staðar slydda. Hiti víða 3 til 9 stig, en kólnar norðanlands á morgun.