Súld og rigning í dag
 Klukkan 6 var suðvestlæg átt, víða gola eða kaldi en sums staðar allhvasst við norðurströndina. Á Suðaustur- og Austurlandi var léttskýjað, en dálítil súld vestantil á landinu. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Dalatanga.
Klukkan 6 var suðvestlæg átt, víða gola eða kaldi en sums staðar allhvasst við norðurströndina. Á Suðaustur- og Austurlandi var léttskýjað, en dálítil súld vestantil á landinu. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Dalatanga.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestlæg átt, 10-18 norðanlands en yfirleitt mun hægari annars staðar. Þurrt og bjart veður á austanverðu landinu, en súld eða dálítil rigning öðru hverju vestantil. Hiti víða 5 til 10 stig.
Kort frá Veðurstofu Íslands gert kl. 19:30 í gærkvöldi. Gildir í dag.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				