Súld í dag
Klukkan 6 var vestlæg átt, víða 8-13 m/s og smáskúrir, en léttskýjað á SA- og A-landi. Hiti 2 til 8 stig.
Yfirlit
Skammt suður af Jan Mayen er 1005 mb lægð, sem hreyfist norðaustur, en yfir Írlandi er víðáttumikil 1045 mb hæð. Við Labrador er 983 mb lægð, sem þokast norður. Yfirlit gert 13.12.2005 kl. 09:15.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðvestanátt, víða 5-10 m/s og dálítil súld, en léttir til austanlands. Suðvestan 10-18 og rigning með kvöldinu, en úrkomulítið austantil á landinu. Hiti 0 til 8 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 5-10 m/s og dálítil súld. Suðvestan 10-15 og rigning í kvöld, en vestlægari á morgun og skúrir síðdegis. Hiti 2 til 7 stig.