Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Súld í dag
Laugardagur 9. október 2004 kl. 10:47

Súld í dag

Klukkan 9 var suðlæg átt, 5-10 m/s vestantil á landinu, en hægari fyrir austan. Skýjað og súld suðvestan- og vestanlands, en léttskýjað norðan- og austanlands. Kaldast var 2 stiga frost í innsveitum norðaustantil, en annars var hiti yfirleitt á bilinu 5 til 10 stig.

Suðaustan og sunnan 5-13 m/s, en hægari austantil fram á kvöld. Skýjað og súld öðru hverju vestantil á landinu, en fer að rigna síðdegis. Víða bjartviðri austanlands, en þykknar upp suðaustantil síðdegis. Dregur úr vindi vestanlands seint í kvöld, en hvessir austantil. Sunnan og suðvestanátt á morgun, 8-15 suðaustan- og austanlands, en annars hægari. Rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 5 til 12 stig að deginum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024