Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Súld í dag, hæg sunnanátt á morgun
Föstudagur 2. júní 2006 kl. 09:18

Súld í dag, hæg sunnanátt á morgun

Á Keflavíkurflugvelli voru VNV 8 klukkan 9, súld og 5,2 stiga hiti. Á Garðskagavita voru VNV 7 og 6,3 stiga hiti.

Klukkan 6 í morgun var vestan 3-8 sunnanlands, annars norðanátt 5-10 m/s. Léttskýjað var á Suðausturlandi og Austfjörðum, annars skýjað og víða súld eða skúrir norðanlands og vestan. Hiti var á bilinu 3 til 11 stig.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vestan og norðvestan 5-10 og súld en léttir heldur til síðdegis. Hiti 6 til 12 stig. Hæg sunnanátt á morgun.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestan eða norðvestan 5-10 m/s og rigning eða skúrir, einkum norðanlands og vestan í fyrstu. Vestan og norðvestan 3-8 m/s í dag og léttir víða til, síst þó við vestur- og norðurströndina. Hiti víða 8 til 18 stig yfir daginn, hlýjast suðaustanlands. Á morgun verður hæg suðvestanátt og þokubakkar með vesturströndinni en annars víða léttskýjað og hlýtt, einkum á NA- og A-landi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (Hvítasunnudag): Suðlæg átt, 5-10 m/s og súld sunnan- og vestanlands, en víða bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðaustan til. Á mánudag (Annan í hvítasunnu): Suðvestlæg átt og víða rigning eða súld, en þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austan til.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024