Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Súld í dag
Þriðjudagur 8. júlí 2003 kl. 09:21

Súld í dag

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt, 3-8 m/s og víða dálítilli rigningu eða súld vestantil á landinu, en styttir smám saman upp í dag. Hægviðri eða hafgola og skýjað með köflum austantil. Vaxandi austlæg átt í nótt og fyrramálið, fyrst sunnantil og fer að rigna. Austan 10-18 m/s um hádegi, hvassast allra syðst. Hægari vindur norðantil og dálítil rigning síðdegis. Hiti yfirleit 10 til 15 stig að deginum, en allt að 18 stig í innsveitum norðaustantil síðdegis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024