Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Súld eða þokuloft
Miðvikudagur 5. maí 2010 kl. 08:22

Súld eða þokuloft


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Hæg suðvestlæg átt og súld eða þokuloft, en birtir yfir daginn. Suðvestan 3-8 m/s á morgun. Hiti 8 til 14 stig að deginum.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Hæg suðvestlæg átt og þokusúld, en birtir til að deginum. Hiti 7 til 12 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á fimmtudag:
Suðvestanátt, 8-13 allvíða NV-lands og syðst á landinu, en annars hægari. Skýjað og dálítil væta V-til, en bjartviðri að mestu A-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á SA- og A-landi.

Á föstudag og laugardag:
Hæg vestlæg átt, skýjað og lítilsháttar væta V- og N-lands, en annars yfirleitt léttskýjað. Heldur kólnandi.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, en norðan strekkingur við austurströndina. Úrkomulítið víðast hvar og á köflum léttskýjað syðra. Hiti 2 til 15 stig, svalast NA-lands, en hlýjast sunnanlands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024