Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Súld eða rigning í kortunum
Miðvikudagur 21. mars 2007 kl. 09:14

Súld eða rigning í kortunum

Klukkan 6 var suðvestanátt, víða 5-13 m/s og dálítil él, en yfirleitt léttskýjað austan til. Hiti var 0 til 6 stig, hlýjast á Kambanesi.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 10-18 m/s og skúrir eða él, hvassast á útnesjum. Suðlægari og súld eða rigning með köflum á morgun. Hiti 0 til 5 stig.

 
---------- Veðrið 21.03.2007 kl.06 ----------
   Reykjavík      Alskýjað                  
   Stykkishólmur  Skýjað                    
   Bolungarvík    Snjóél                    
   Akureyri       Súld                      
   Egilsst.flugv. Léttskýjað                
   Kirkjubæjarkl. Léttskýjað                
   Stórhöfði      Úrkoma í grennd           
------------------------------------------------

Yfirlit
Um 2000 km N af scoresbysundi er dýpkandi 972 mb lægð á N-leið, en við Nýfundnaland er vaxandi 998 mb lægð, á hreyfingu NA.

Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra í dag. Spá: Suðvestan 15-23 m/s og víða skúrir eða él í dag, hvassast norðvestan til, en mun hægara og léttskýjað austanlands. Suðlægari vindur og dálítil súld eða rigning sunnanlands á morgun. Hiti 0 til 5 stig í dag, en hlýnar á morgun.

 

VF-mynd/Ellert Grétarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024