Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Súld eða rigning í kortunum
Miðvikudagur 27. desember 2006 kl. 09:21

Súld eða rigning í kortunum

Klukkan 6 var suðlæg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað var á vestanverðu landinu og sums staðar dálítil væta, en víða léttskýjað eystra. Hiti var 2 til 9 stig, hlýjast í Bolungarvík og á Hornbjargsvita.

 

Yfirlit
Um 200 km suðvestur af Hvarfi er 960 mb lægð, sem hreyfist norðvestur, en frá lægðinni liggja skil, sem þokast norðaustur yfir Grænlandshaf.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðlæg átt, víða 3-8 m/s, en 8-13 vestanlands. Súld öðru hverju sunnan- og vestanlands, en annars bjart með köflum. Suðaustan 10-18 með rigningu sunnan- og vestanlands á morgun. Hiti 1 til 8 stig, mildast suðvestan til.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Suðaustan 5-10 m/s og súld eða rigning öðru hverju, en víða 10-15 eftir hádegi. Hvessir á morgun. Hiti 3 til 8 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024