Súld eða rigning í dag
Klukkan 6 var suðvestan- og vestanátt, sums staðar allhvöss N-land, en mun hægari annars staðar. Á austanverðu landinu var víða léttskýjað, en dálítil súld vestantil. Hiti 1 til 9 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Viðvörun: búist er við stormi norðvestantil á landinu á morgun.
Suðvestan- og vestanátt, víða 10-15 m/s norðanlands en hægari annars staðar. Súld eða dálítil rigning með köflum vestantil, annars þurrt og bjart veður. Hiti 2 til 10 stig. Vaxandi suðvestanátt á morgun, 15-25 m/s síðdegis, hvassast norðvestantil. Rigning eða slydda og síðar él, en þurrt á austanverðu landinu. Kólnandi veður.
Kortið var gert í gærkvöldi og gildir fyrir daginn í dag.