Súld eða rigning í dag
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir breytilegri átt, 3-8 m/s og dálítilli rigningu eða súld sunnan- og vestanlands, en smáskúrum eftir hádegi. Dálítil rigning norðaustantil undir hádegi, en léttir heldur til í kvöld. Norðaustan 5-10 og rigning á Vestfjörðum á morgun en annars hægviðri, skýjað með köflum og skúrir. Hiti 10 til 15 stig.