Súld eða rigning í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustlægri átt, yfirleitt með 8-13 m/s og rigningu eða súld sunnan- og vestanlands. Þá ætti vindur að verða hægari um landið norðaustanvert og dálítil rigning upp úr hádegi. Gert er ráð fyrir að vindur snúist í suðvestan með 8-13 m/s og skúrum þegar líður á daginn, fyrst vestan til á landinu. Spáð er suðlægri átt með 5-10 m/s í nótt en vaxandi suðaustan átt um landið suðvestanvert undir morgun. Þá ætti að létta til um landið norðan- og austanvert en annars ætti að verða úrkomulítið. Hiti verður 3 til 9 stig en í kringum frostmark í nótt.