Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Súld eða rigning
Þriðjudagur 9. september 2008 kl. 07:14

Súld eða rigning

Veðurspá á Faxaflóa gerir ráð fyrir austan 10-15 og súld eða rigning. Suðaustan 5-10 síðdegis og úrkomulítið. Norðaustlægari um hádegi á morgun og dálítil rigning. Hiti 8 til 14 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Austan- og suðaustanátt, 5-10 m/s, en heldur hvassari um tíma. Víða rigning, einkum sunnanlands, en þurrt að mestu á Norðurlandi. Hiti 8 til 13 stig.

Á fimmtudag:
Austan átt með töluverðri rigningu um landið austanvert, en annars úrkomulítið. Milt í veðri.

Á föstudag:
Breytileg og síðan suðlæg átt og skúrir, einkum sunnanlands. Hiti 10 til 15 stig.

Á laugardag:
Suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestanlands, en bjart norðaustantil. Hiti svipaður.

Á sunnudag:
Suðlæg átt og rigning vestantil en þurrt norðaustantil. Hiti 8 til 13 stig.

Á mánudag:
Hægviðri og skýjað með köflum. Hiti 7 til 13 stig.


Af vedur.is