Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Súld eða lítilsháttar rigning
Sunnudagur 15. júní 2008 kl. 08:28

Súld eða lítilsháttar rigning

Spá fyrir Faxaflóa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í dag verður sunnan og suðvestan 3-8 m/s og súld eða lítilsháttar rigning, en snýst í norðaustan 5-10 og styttir upp í fyrramálið. Hiti 8 til 13 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:

Austan- og norðaustan 8-15 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning víða um land, einkum um landið austanvert. Hiti 7 til 13 stig.

Á þriðjudag:

Norðaustan 5-10 m/s. Skúrir norðaustan- og austanlands, en bjartviðri á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvestantil.

Á miðvikudag:

Norðaustlæg átt og skúrir um landið austanvert, en yfirleitt þurrt um landið vestanvert. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:

Suðlæg eða breytileg átt og dálitlar skúrir. Milt í veðri.

Á föstudag og laugardag:

Suðlæg átt og vætusamt sunnan- og vestantil. Heldur hlýnandi.

www.vedur.is