Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Súkkulaði, kökur og tímarit í torkennilegum kassa
Miðvikudagur 3. júlí 2002 kl. 18:27

Súkkulaði, kökur og tímarit í torkennilegum kassa

Eftir rannsókn sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar, vegna torkennilegs pakka á pósthúsi varnaliðsins á Keflavíkurflugvelli í morgun, var hann opnaður. Kom í ljós að hann hafði að geyma tímarit, súkkulaði og kökur. Pakkinn hafði áður verið gegnumlýstur og svo opnaður með sérstakri tækni.Á bandarískum pósthúsum eru reglur sem gefa til kynna hvenær pakki telst grunsamlegur eða ekki. Þessi pakki taldist skv. reglunum vera grunsamlegur enda var hann stílaður á rangt heimilisfang og viðtakandi ekki nægilega skilgreindur. Vegna þessa ákvað póstmeistarinn að kalla á öryggisverði sem rýmdu bygginguna og síðan var haft samband við Landhelgisgæsluna sem sér um sprengjueyðingu fyrir varnarliðið.

Lögreglunni í Bandaríkjunum tókst að hafa uppi á sendandanum, sem var frá Bandaríkjunum, og í framhaldinu var ákveðið að opna pakkann með sérstakri tækni og innihaldið, tímarit, súkkulaði og kökur, var afhent herlögreglunni á Keflavíkurflugvelli sem rannsakar málið nánar.

Þetta kemur fram á Vísi.is í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024