Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Suðvesturlínur með opið hús í Reykjanesbæ og Vogum
Föstudagur 6. febrúar 2009 kl. 21:26

Suðvesturlínur með opið hús í Reykjanesbæ og Vogum

 
Landsnet kynnir matsáætlun vegna styrkingar raforkukerfisins á Suðvesturlandi á opnum húsum sem haldin voru í Reykjanesbæ í dag og verður í Vogum á morgun, laugardag, í Stóru Vogaskóla kl 15.00 - 19.00.
 
Það er EFLA verkfræðistofa sem verkstýrir mati á umhverfisáhrifum fyrir hönd Landsnets. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að koma skriflegum athugasemdum við tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar fyrir 13. febrúar 2009. Hægt er að nálgast eintak af tillögu að matsáætlun á heimasíðu verkefnisins, og á heimasíðum Landsnets og EFLU Verkfræðistofu.



---
Ljósmyndir frá kynningunni í Virkjun fyrr í dag. Myndir: Landsnet
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024