Suðvesturhornið laust við öskufall næstu daga
Faxaflóasvæðið virðist ætla að sleppa við öskufall næstu daga samkvæmt veðurspá en vindur verður vestlægur í dag og snýst svo til norðanáttar síðdegis.
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn hljóðar nánar tiltekið upp á vestlæga átt 8-13 m/s og skúrir eða slydduél. Norðan 10-15 og fer að létta til síðdegis. Norðan 5-10 og bjart með köflum á morgun. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn, en frost 0 til 6 stig í nótt.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðvestan 8-13 og skúrir eða slydduél. Norðan 8-13 og dálítil él síðdegis, en hægari og léttir til með kvöldinu. Fremur hæg norðvestlæg átt á morgun og bjart með köflum. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en vægt frost í kvöld og nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Norðvestan 5-10 m/s, dálítil él austantil, bjart að mestu sunnanlands, en annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Frostlaust víða S- og V-lands að deginum, annars 0 til 6 stiga frost.
Á sunnudag:
Suðvestlæg átt með skúrum eða éljum, en björtu veðri fyrir austan. Snýst í norðaustanátt með éljum um kvöldið og kólnar.
Á mánudag:
Norðanátt, 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él norðan- og austantil, en þurrt og bjart að mestu um landið suðvestanvert. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust við suður- og vesturströndina.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og dálítil él á víð og dreif. Hiti breytist lítið.