Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðvestlægar áttir í dag
Fimmtudagur 29. apríl 2004 kl. 08:16

Suðvestlægar áttir í dag

Klukkan 6 var hægviðri á landinu. Rigning eða súld víða um land, en skýjað og þurrt norðaustantil. Kaldast var eins stigs frost á Brú á Jökuldal, en hlýjast 8 stiga hiti á Kjalarnesi.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Sunnan 3-8 m/s og dálítil rigning eða súld, en þurrt austanlands fram á morguninn. Suðvestlægari vindur seinni partinn og þurrt að mestu, en léttir heldur til um tíma í kvöld og nótt. Suðvestan- og sunnan 5-10 í fyrramálið og fer aftur að rigna, en skýjað með köflum austanlands fram yfir hádegi. Hiti 2 til 13 stig, svalast á annesjum norðantil í fyrstu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024