Suðvestan stormur í nótt og á morgun
Á Garðskagavita voru SA 5 og 6.3 stiga hiti kl. 12.
Klukkan 9 var suðvestanátt, 3-8 m/s, en víða 8-13 norðaustanlands. Skýjað og smáskúrir voru sunnan- og vestanlands, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti var 1 til 8 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Suðaustan 10-15 m/s og rigning eftir hádegi. Suðvestan 15-23 og skúrir í kvöld en hvassari í nótt. Vestan 20-25 í fyrramálið en 13-18 seint á morgun. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við SV stormi á öllu landinu í nótt og á morgun, allt að 50 m/s í hviðum á NV-landi í fyrramálið. Spá: Gengur í SA 10-15 með rigningu eftir hádegi, fyrst suðvestanlands. Vaxandi SV átt með skúrum í kvöld, 18-25 í nótt, en talsvert hægari og bjart fyrir austan. SV 15-23 fyrir austan á morgun, en lægir vestantil síðdegis. Skúrir eða él. Hiti 1 til 7 stig.