Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðvestan og vestan 20-25 með morgninum
Sunnudagur 5. nóvember 2006 kl. 01:37

Suðvestan og vestan 20-25 með morgninum

Veðurlýsing á miðnætti:
Á miðnætti var suðvestan 15-23 m/s vestantil, en hægari suðaustan átt á austanverðu landinu. Skúrir. Hiti yfirleitt 9 til 13 stig, en svalast var á Dalatanga 3 gráður.

Yfirlit:
Um 500 km V af Snæfellsnesi er 960 mb lægð sem verður yfir Hornströndum í fyrramálið og fer síðan allhratt ANA. Yfir Írlandi er 1037 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun!
Veðurhorfur næsta sólarhringinn: Viðvörun: Búist er við suðvestan og vestan stormi á öllu landinu í nótt og á morgun, allt að 50 m/s í hviðum. Spá: Suðvestan 18-23 m/s og skúrir á vestanverðu landinu, en SV og V 20-28 fram eftir morgni. Vestan 15-23 um landið austanvert á morgun. Lægir mjög vestantil síðdegis og austantil annað kvöld. Slydduél um norðan og vestanvert landið síðdegis. Kólnar á morgun og allvíða undir frostmarki norðan til síðdegis.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 18-23 m/s og rigning en síðan skúrir. Suðvestan og vestan 20-25 með morgninum, en lægir mjög eftir hádegi. Sunnan 5-10 og slydduél seint annað kvöld. Hiti 6 til 9 stig en 1 til 5 annað kvöld.

 

Af vef Veðurstofu Íslands - kort af vef Morgunblaðsins, mbl.is (gildistími kl. 06 á sunnudagsmorgun)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024