Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðvestan 15-20 í kvöld
Mánudagur 29. janúar 2007 kl. 09:24

Suðvestan 15-20 í kvöld

Á Garðskagavita voru S 13 klukkan 9 og hiti 8,4 stig.
Klukkan 6 var suðlæg átt, 10-15 m/s. Þokusúld var sunnan- og vestanlands, alskýjað og rigning á stöku stað fyrir norðan og austan. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast á Skaldþingsstöðum í Vopnafirði.     

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðlæg átt, 10-15 m/s og súld en síðar rigning. Suðvestan 15-20 í kvöld, 13-18 og skúrir eða slydduél í nótt og fyrramálið en síðan hægari. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast í dag.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðlæg átt, víða 8-15 m/s. Súld eða rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Skýjað og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Bætir heldur í vind og rigningu síðdegis, fyrst suðvestantil en snýst síðan í allhvassa suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum um landið vestanvert. Heldur hægari síðdegis á morgun. Hlýtt í dag, hiti 4 til 10 stig, en fer kólnandi í kvöld, 0-5 stiga hiti á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024