Suðvestan 10-18 í nótt og él
Austan 10-15 rigning með köflum með morgninum við Faxaflóa, en hægari síðdegis. Suðvestan 10-18 í nótt og él, en heldur hægari á morgun. Hiti 1 til 6 stig, en heldur svalara á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 8-15 m/s og rigning með köflum undir hádegi. Hægari síðdegis, en vestan 8-15 og skúrir eða él seint í nótt og á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt, 5-10 m/s og víða él, en bjart með köflum NA-lands. Gengur í norðaustan 10-15 m/s með snjókomu SA-til um kvöldið. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust úti við sjóinn.
Á föstudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt og dálítil él við S- og V-ströndina, en annars yfirleitt léttskýjað. Kólnar í veðri.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt með éljum talsverðu frosti um land allt.