Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurstrandavegur í hættu
Þessi mynd var tekin 8. febrúar en hraun rann aftur í nótt í sama farveg og yfir bráðabirgðaveg sem hafði verið lagður yfir hraunið.
Sunnudagur 17. mars 2024 kl. 12:45

Suðurstrandavegur í hættu

Hraun rann yfir Grindavíkurveg í nótt og hætt er við að hraun flæði yfir Suðurstrandaveg sem nú er lokaður. Engin ógn er við Nesveg sem stendur. Vegurinn er fær en laskaður eftir fyrri atburði á svæðinu. Vegagerðin fylgist grannt með stöðu mála og beðið er með aðgerðir á meðan enn gýs. Allir vegir til og frá Grindavík eru lokaðir fyrir almenna umferð sem stendur. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Að sögn Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustusviðs Vegagerðarinnar, er stefnt að því að leggja nýjan veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg um leið og þess gefst kostur. Nú er beðið átekta en ekki ætti að taka langan tíma að leggja nýjan veg þegar það er mögulegt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vegagerðin hefur þegar undirbúið vinnu við að færa Suðurstrandaveg og laga, reynist þörf á því.

Bergþóra segir Nesveg því miður laskaðan eftir jarðskjálftana í nóvember 2023 en vegurinn er ökufær. Hins vegar ber Nesvegur ekki mikla þungaflutninga en nú verður lagt allt kapp á að styrkja veginn og gera hann færan fyrir aukna umferð. Vegagerðin undirbýr viðbrögð og hafist verður handa um leið og gosinu lýkur og öruggt verður að vinna á svæðinu, við að opna leiðir til  Grindavíkur.

Með því að smella hér má komast á slóð myndavélar Live from Iceland sem sýnir hraunið nálgast Suðurstrandarveg.