Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Suðurstrandarvegur opnaður í dag
Laugardagur 29. október 2011 kl. 12:33

Suðurstrandarvegur opnaður í dag

Suðurstrandarvegur milli Grindavíkur og Þorlákshafnar hefur verið lagður bundnu slitlagi. Vegurinn opnaði í dag fyrir umferð og er því kominn beinn og breiður 58 kílómetra langur nútímavegur milli bæjanna tveggja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Suðurstrandarvegi var fyrst lofað fyrir tólf árum síðan í tengslum við kjördæma breytingar. Nú komast ferðamenn á milli Suðurnesja og Suðurlands án þess að fara í gegnum höfuðborgina. Grindvíkingar fagna veginum mjög og eiga von á auknum ferðamannastraumi. Þá auðveldar vegurinn flutninga af Suðurlandinu til Suðurnesja. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, Bryndís Gunnlaugsdóttir, benti á í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að miklir fiskflutningar væru til Grindavíkur frá t.a.m. Djúpavogi.


Þá getur Hellisheiði oft verið farartálmi í vondum vetrarveðrum. Með Suðurstrandarvegi er kominn láglendisvegur milli tveggja bæjarfélaga.


Suðurstrandarvegur átti ekki að vera tilbúinn fyrr en í september á næsta ári en er því að opna 10 mánuðum á undan áætlun, 12 árum eftir að veginum var fyrst lofað, en Suðurstrandarvegur hefur oft verið kallaður mest svikna kosningaloforðið.