Suðurstrandarvegur opinn í báðar áttir
Í ljósi þess að Vegagerðin hefur lokið bráðabrigðaviðgerðum á vegi upp með Festarfjalli, hefur verið tekin sú ákvörðun að aflétta einstefnuakstri um Suðurstrandarveg til austurs frá Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Samhliða þessari afléttingu hefur Vegagerðin sett upp umferðarskilti um lækkaðan hámarkshraða, auk þess sem bann hefur verið lagt við lagningum bifreiða við Suðurstrandarveg.
Öllum bifreiðum verður beint á bifreiðastæði sem útbúin hafa verið í grennd við upphafsstað gönguleiðar. Áætlað er að bifreiðastæði sem útbúin hafa verið, geti tekið við um 1000 bifreiðum.