Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurstrandarvegur ógnar hraunhellum
Þriðjudagur 18. febrúar 2003 kl. 21:56

Suðurstrandarvegur ógnar hraunhellum

Hellarannsóknafélag Íslands óttast að með lagningu Suðurstrandarvegar á Reykjanesi verði tugir þekktra og óþekkra hella eyðilagðir. Félagið telur að svo geti farið að þarna verði unnin mestu hellanáttúruspjöll í sögu þjóðarinnar. Á heimasíðu Hellarannsóknafélags Íslands segir að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að leggja hálfan miljarð króna í lagningu Suðurstrandavegar á Reykjanesi. Undir og við vegstæðið séu þekktir nokkrir tugir stórmerkilegra hraunhella og fullyrða megi að nokkur hundruð merkilegra hraunhella séu ófundnir á svæðinu.Á og við vegstæðið hafi nær engar hellarannsóknir farið fram og engar að því er virðist á vegum framkvæmdaaðilanna né heldur á vegum þeirra sem vinna að skýrslu um umhverfismat. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024