Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurstrandarvegur í útboð – verkinu verði lokið haustið 2012
Fimmtudagur 23. september 2010 kl. 11:54

Suðurstrandarvegur í útboð – verkinu verði lokið haustið 2012


Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í gerð Suðurstrandarvegar milli Ísólfsskála og Krýsuvíkurvegar. Verkið felst í nýbyggingu Suðurstrandarvegar á 14,6 km löngum kafla ásamt gerð tenginga við hann. Innifalið í verkinu er lögn ræsa, gerð reiðstíga og girðinga en því á að vera að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2012. Þar með ætti þetta margsvikna kosningaloforð að verða uppfyllt.

Kallað hefur verið eftir nýjum Suðurstrandavegi lengi, ekki síst af Grindvíkingum og Þorlákshafnarbúum. Stjórnmálamenn hafa lengi notað veginn  sem agn á kjósendur fyrir alþingiskosingar en þau loforð hafa jafn harðan verið svikin eftir kosningar og er talað um að ekkert kosningaloforð hafi verið svikið jafnoft og Suðurstrandavegurinn. Hann var m.a. ein forsendan fyrir því að samþykkt var á sínum tíma að sameina kjördæmin og átti að skapa eitt félags- og atvinnusvæði úr Suðurlandi og Suðurnesjum vegna kjördæmabreytinganna 2003.

Samkvæmt auglýsingu á vef Vegagerðarinnar verða tilboðin opnuð þriðjudaginn 5. október næstkomandi.

VFmynd/elg - Vegakaflinn milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur hefur oft á tíðum verið óárennilegur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024