Suðurstrandarvegi lokað vegna jarðskjálftaskemmda
Ákveðið hefur verið að loka Suðurstrandarvegi við Festarfjall frá Hrauni að Krýsuvíkurafleggjara fyrir umferð frá kl.18:00 í dag fimmtudaginn 18. mars vegna sigs í vegi. Staðan verður metin aftur kl. 08:00 í fyrramálið, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Vegurinn er sprunginn eftir jarðhræringar síðustu daga og þá er vegöxlin einnig skemmd, eins og sást á myndum sem birtar voru fyrr í vikunni.