Suðurstrandarvegi lokað vegna hjólreiðakeppni
Samskipamótið í götuhjólreiðum verður haldið í Grindavík nk. laugardag. Hjóluð verður leiðin Grindavík - Þorlákshöfn - Krísuvíkurvegur - Grindavík.
Samskipamótið er orðið eitt af stærstu mótum ársins og til að auka öryggi keppenda verður Suðurstandavegur lokaður frá Grindavík frá kl 9:00 - kl 13:00 laugardaginn 5. september.