Suðurnesjavaktin.is opin á netinu
Suðurnesjavaktin starfaði á Suðurnesjum á vegum velferðarvaktar velferðarráðuneytisins á árunum 2011-2013 en hlutverk velferðarvaktarinnar er að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu.
Á starfstíma Suðurnesjavaktarinnar var tekinn saman bæklingurinn Úrræði og athafnir á Suðurnesjum á sviði velferðarmála en hann hefur nú verið þróaður áfram í upplýsingavef sem nú er aðgengilegur á slóðinni sudurnesjavaktin.is. Hlutverk vefsins er að auðvelda íbúum á Suðurnesjum að leita sér upplýsinga um hina ýmsu þjónustu, íþrótta- og tómstundastarf, samgöngur, heilbrigði, trúfélög og fleira sem er til staðar á svæðinu.