Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 17. maí 2002 kl. 10:49

Suðurnesjaútvarp dagana 21. til 25. maí

Ný útvarpsstöð, Útvarp Suðurnes, mun senda út frá Reykjanesbæ dagana 21. til 26. maí nk. Stöðin mun leika tónlist, flytja fréttir af svæðinu og taka virkan þátt í umræðum um bæjarstjórnarkosningarnar sem verða þann 25. maí.Útvarpað verður allan sólarhringinn, en skipulögð dagskrá er frá klukkan 9 um morguninn til miðnættis. Frá klukkan 9 til hádegis verður léttur morgunþáttur í umsjón Gunnars Jónssonar og Sigmars Scheving, viðtalsþáttur í hádeginu, fjörugur þáttur eftir hádegið í umsjón Ragnars Márs Ragnarssonar og málefnalegur eftirmiðdagsþáttur frá klukkan 16 til 18 í umsjón Davíðs Scheving. Um kvöldið mun svo Ellert Hlöðversson sjá um skífuþeytingar fyrir yngri kynslóðina. Á laugardeginum verður svo fylgst vel með kosningunum og fluttar fréttir af gangi mála um leið og þær berast.

Útsendingarsvæði stöðvarinnar er Reykjanesbær og næsta nágrenni og verður sent út á FM 99,4. Síminn í hljóðveri er 4 22 77 00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024