Suðurnesjasveitir kallaðar á höfuðborgarsvæðið
 Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hfa verið kallaðar til höfuðborgarsvæðisins til aðstoðar við að dæla vatni úr kjallaraíbúðum og þess háttar, en mikill vatnsflaumur hefur verið í allan dag í kjölfar vatnsveðursins.
Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hfa verið kallaðar til höfuðborgarsvæðisins til aðstoðar við að dæla vatni úr kjallaraíbúðum og þess háttar, en mikill vatnsflaumur hefur verið í allan dag í kjölfar vatnsveðursins.Björgunarsveitarmenn hafa staðið í ströngu í allan dag í útköllum hér á svæðinu, en veðrið hefur gengið nokkuð niður og er því hægt að beina kröftum að höfuðborgarsvæðinu.
Þess má einnig geta að flugeldasala björgunarsveitarinnar Suðurnesja er opin þar sem kvennasveitin Dagbjörg hefur hlaupið í skarðið fyrir þá sem eru úti á vettvangi.
VF-mynd/Hilmar Bragi - Frá störfum björgunarsveitarinnar í morgun. Sveitirnar á Suðurnesjum hafa nú verið kallaðar inn á höfuðborgarsvæðið

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				