Suðurnesjasjónvarp í undirbúningi
Á síðasta vetri framleiddu Víkurfréttir tvo tæplega hálftíma sjónvarpsþætti þar sem áherslan var á jákvæðar fréttir frá Suðurnesjum í bland við innslög um menn og málefni á Suðurnesjum.
Í dag er vilji til þess að halda áfram þar sem frá var horfið á síðasta vetri og hefja að nýju framleiðslu sjónvarpsefnis frá Suðurnesjum með áherslu og jákvæðar og skemmtilegar fréttir frá svæðinu í bland við innslög sem sýna fjölbreytt mannlíf og atvinnulíf og þann kraft sem býr í Suðurnesjamönnum.
Betur sjá augu en auga og því leitum við til ykkar lesendur góðir með ábendingar um áhugavert sjónvarpsefni sem ætti erindi inn í fjölbreyttan sjónvarpsþátt um lífið á Suðurnesjum. Íbúar í Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Garði og Vogum: Hvað er áhugavert í ykkar umhverfi sem ætti heima í sjónvarpsþætti frá Suðurnesjum?
Einfaldasta leiðin er að senda hugmyndir á tölvupóstfangið [email protected] eða með því að hringja í fréttamenn Víkurfrétta í síma 421 0002.
Úr Sjónvarpi Víkurfrétta á síðasta vetri sem sent var út á ÍNN. Nýir þættir með svipuðu sniði eru nú í undirbúningi.