Suðurnesjamótið og deildarbikar KSÍ
				
				Tvö mót verða í Reykja-neshöllinni nú í kjölfar formlegrar opnunar hússins. Suðurnesjamótið í knatt-spyrnu verður með öðru sniði en áður en það hefst nk. sunnudag 20. feb. með leik FH og UMFN. FH-ingar eru gestalið í mótinu og Keflvíkingar eru aftur meðal þátttökuliða í því. Að sögn forráðamanna mótsins er hugmyndin að hefja það upp til vegs og virðingar á ný og jafnvel að útvíkka það enn frekar á næsta tímabili og leika þá jafnvel frá nóvember til mars. Þrjú stórfyrirtæki, Sparisjóðurinn, Hitaveita Suðurnesja og Samkaup eru styrktaraðilar mótsins.Deildarbikarkeppni Knattspyrnusambands Íslands hefst í næstu viku með leik Keflavíkur og ÍR. Síðan tekur við runa leikja eins og sjá má hér til hliðar á leikjadagskránni.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				