Suðurnesjamönnum fjölgar hratt
— og mörg hundruð ný störf verða til á hverju ári
Íbúum Suðurnesja hefur fjölgað um 6.400 manns frá aldamótum. Þetta kemur fram í skýrslu Byggðastofnunar um búsetuþróun. Suðurnesjamenn eru í dag um 22.000 talsins.
Spá stofnunarinnar gerir ráð fyrir að árið 2030 verði íbúarnir á Suðurnesjum orðnir tæplega 35 þúsund.
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, tók saman pistil um málið í vikulegu fréttabréfi sínu sem hann gefur út í Vogum. „Samantekið má því segja að það sé engum blöðum um það að fletta að framundan er mikil uppbyggingar- og vaxtarskeið á Suðurnesjum, með tilheyrandi þörf á uppbyggingu innviða, aukinni þjónustu af hálfu sveitarfélaganna, uppbyggingu íbúðarhúsnæðis o.s.frv.“
Í sama pistli veltir Ásgeir upp fjölgun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll og fjölgun starfa sem því fylgir en fram til ársins 2040 en að meðaltali fjölgar störfum um tæp 400 störf á hverju ári.