Suðurnesjamenn varkárir í fyrsti hálkunni
Engin hálkuslys voru tilkynnt lögreglu í morgunsárið, en þegar Suðurnesjamenn fóru á fætur í dag var fyrsta alvöru hálka vetrarins á götum. Guðmundur Sæmundsson hjá lögreglunni í Keflavík sagði í samtali við Víkurfréttir í morgun að það væri algengt að lítið sé um slys fyrst þegar frystir og fólk verði hálkunnar vart. Síðan verði fólk kærulaust fyrir ástandinu og þá fari að bera á pústrum í umferðinni.Nóttin var róleg hjá lögreglunni í Keflavík og fátt fréttnæmt barst á borð lögreglumanna.