Suðurnesjamenn tapa áttum á fullu tungli
Svo virðist vera sem Suðurnesjamenn tapi áttum þegar náttúran skartar fullu tungli. Lögreglumenn og læknar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja höfðu í nógu að snúast um helgina. Fjölmörg útköll bárust lögreglu vegna ölvunarláta og líkamsárásir voru nokkrar, auk annarra áverka.
Um kl. 03:30 aðfararnótt laugardags var óskað eftir lögreglu að veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði vegna slagsmála. Lögregla fór á staðinn. Einn aðili var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Leggja þurfti hann inn til frekari athugunar.
Aðfararnótt sunnudagsins var mun fjörugri hjá lögreglu en nóttin áður eins og lesa má úr upplýsingum á vef lögreglunnar.
Kl. 02:10 kom aðili að máli við lögreglumenn, sem voru í vínveitingahúsaeftirliti í félagsheimilinu Stapanum, og tilkynnti um líkamsárás. Hann sagði mann hafa lamið sig í andlitið. Nefið á þolandanum virtist vera úr lagi gengið. Vitað er hver árásarmaðurinn er.
Kl. 02:22 höfðu lögreglumenn afskipti af einkasamkvæmi í félagsheimili við Hafnargötu í Keflavík. Ekkert skemmtanaleyfi var til staðar. Sérstakt leyfi þarf hjá lögreglustjóra ef skemmtun (afmæli eða þess háttar), sem haldin er í félagsheimili, stendur lengur en til 23:30. Eins og í þessu tilviki þá var um að ræða afmælisfagnað og var afmælisbarninu gert að rýma salinn.
Kl. 02:30 höfðu lögreglumenn afskipti af mjög ölvuðum manni þar sem hann kom út af félagsheimili við Hafnargötu í Keflavík. Maðurinn kenndi mikið til í hendi og var hann fluttur á HSS til aðhlynningar. Ekki er vitað hvað hafði komið fyrir manninn. Er lögreglumenn hugðust aka honum til síns heima varð hann æstur og var með hótanir í garð lögreglumanna um að skalla þá. Maðurinn var því vistaður í fangaklefa uns víman og bræðin rynni af honum.
Kl. 03:23 var tilkynnt að maður hafi verið sleginn í andlitið með glasi í Stapanum í Njarðvík. Lögregla og sjúkralið fór á staðinn. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á HSS til aðhlynningar. Hann hafði hlotið nokkra skurði í andliti. Einn maður var handtekinn vegna málsins. Hann þurfti einnig að leita til læknis vegna áverka á höndum.
Kl. 03:52 var lögregla kölluð að skemmtistaðnum Ránni við Hafnargötu í Keflavík. Þar höfðu menn lent í slagsmálum utan dyra og þurfti að flytja einn á HSS til aðhlynningar. Í framhaldi á því var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík til frekari skoðunar en hann kenndi mikið til í fæti.
Um kl. 03:30 aðfararnótt laugardags var óskað eftir lögreglu að veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði vegna slagsmála. Lögregla fór á staðinn. Einn aðili var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Leggja þurfti hann inn til frekari athugunar.
Aðfararnótt sunnudagsins var mun fjörugri hjá lögreglu en nóttin áður eins og lesa má úr upplýsingum á vef lögreglunnar.
Kl. 02:10 kom aðili að máli við lögreglumenn, sem voru í vínveitingahúsaeftirliti í félagsheimilinu Stapanum, og tilkynnti um líkamsárás. Hann sagði mann hafa lamið sig í andlitið. Nefið á þolandanum virtist vera úr lagi gengið. Vitað er hver árásarmaðurinn er.
Kl. 02:22 höfðu lögreglumenn afskipti af einkasamkvæmi í félagsheimili við Hafnargötu í Keflavík. Ekkert skemmtanaleyfi var til staðar. Sérstakt leyfi þarf hjá lögreglustjóra ef skemmtun (afmæli eða þess háttar), sem haldin er í félagsheimili, stendur lengur en til 23:30. Eins og í þessu tilviki þá var um að ræða afmælisfagnað og var afmælisbarninu gert að rýma salinn.
Kl. 02:30 höfðu lögreglumenn afskipti af mjög ölvuðum manni þar sem hann kom út af félagsheimili við Hafnargötu í Keflavík. Maðurinn kenndi mikið til í hendi og var hann fluttur á HSS til aðhlynningar. Ekki er vitað hvað hafði komið fyrir manninn. Er lögreglumenn hugðust aka honum til síns heima varð hann æstur og var með hótanir í garð lögreglumanna um að skalla þá. Maðurinn var því vistaður í fangaklefa uns víman og bræðin rynni af honum.
Kl. 03:23 var tilkynnt að maður hafi verið sleginn í andlitið með glasi í Stapanum í Njarðvík. Lögregla og sjúkralið fór á staðinn. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á HSS til aðhlynningar. Hann hafði hlotið nokkra skurði í andliti. Einn maður var handtekinn vegna málsins. Hann þurfti einnig að leita til læknis vegna áverka á höndum.
Kl. 03:52 var lögregla kölluð að skemmtistaðnum Ránni við Hafnargötu í Keflavík. Þar höfðu menn lent í slagsmálum utan dyra og þurfti að flytja einn á HSS til aðhlynningar. Í framhaldi á því var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík til frekari skoðunar en hann kenndi mikið til í fæti.