Suðurnesjamenn styðja tvöfaldan Suðurlandsveg
Grasrótarsamtök sem vinna að slysavörnum í umferðinni eða beita sér fyrir bættum umferðarmannvirkjum skjóta nú rótum víða um land. Fyrirmyndina sækja þau til Suðurnesja þar sem Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut hefur náð góðum árangri og barist fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar, sem nú sér fyrir endan á.
Á föstudaginn síðasta var táknræn athöfn við Suðurlandsveg þegar settir voru upp 52 krossar til að minnast þeirra sem látið hafa lífið í umferðinni á Suðurlandsvegi frá árinu 1972. Nú er pressa komin á þingmenn að beita sér fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar allt austur að Þjórsá.
Hannes Kristmundsson garðyrkjumaður á Suðurlandi hafði frumkvæði að þessu framtaki að reisa krossana. Hann sagði mikinn stuðning við það að vegurinn yrði tvöfaldaður og lýstur. Það væri stærsta skrefið sem hægt væri að taka til að minnka slysahættuna á veginum.
Steinþór Jónsson sem fer fyrir Áhugahópi um örugga Reykjanesbraut og nýjum grasrótarsamtökum er kallast Samstaða um slysalaust Ísland og byggir á hugsjón Reykjanesbrautarhópsins, sagði að Suðurnesjamenn styðji heilshugar það verkefni að ráðast í tvöföldun Suðurlandsvegar. Reynslan af tvöfaldri Reykjanesbraut hafi sannað gildi framkvæmdarinnar. Vinir Hellisheiðar hafa nú gengið til liðs við Samstöðu og Steinþór á von á því að á næstu misserum verði stofnað til fleiri hagsmunahópa víðar um land til að berjast fyrir bættum umferðarmannvirkjum á sínum svæðum.
Baráttunni hér á Suðurnesjum verður ekki hætt þó svo Reykjanesbrautin verði orðin tvöfölduð að Fitjum innan fárra missera. Krafan sé sú að tvöfalda brautina alla leið að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá þarf einnig að vinna úrbætur á þjóðvegum í Garð, Sandgerði og til Grindavíkur, svo eitthvað sé nefnt.
Suðurnesjamenn fagna hins vegar því að baráttan um tvöfaldan Suðurlandsveg sé að fara á fullt og heita því verkefni fullum stuðningi.
Á föstudaginn síðasta var táknræn athöfn við Suðurlandsveg þegar settir voru upp 52 krossar til að minnast þeirra sem látið hafa lífið í umferðinni á Suðurlandsvegi frá árinu 1972. Nú er pressa komin á þingmenn að beita sér fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar allt austur að Þjórsá.
Hannes Kristmundsson garðyrkjumaður á Suðurlandi hafði frumkvæði að þessu framtaki að reisa krossana. Hann sagði mikinn stuðning við það að vegurinn yrði tvöfaldaður og lýstur. Það væri stærsta skrefið sem hægt væri að taka til að minnka slysahættuna á veginum.
Steinþór Jónsson sem fer fyrir Áhugahópi um örugga Reykjanesbraut og nýjum grasrótarsamtökum er kallast Samstaða um slysalaust Ísland og byggir á hugsjón Reykjanesbrautarhópsins, sagði að Suðurnesjamenn styðji heilshugar það verkefni að ráðast í tvöföldun Suðurlandsvegar. Reynslan af tvöfaldri Reykjanesbraut hafi sannað gildi framkvæmdarinnar. Vinir Hellisheiðar hafa nú gengið til liðs við Samstöðu og Steinþór á von á því að á næstu misserum verði stofnað til fleiri hagsmunahópa víðar um land til að berjast fyrir bættum umferðarmannvirkjum á sínum svæðum.
Baráttunni hér á Suðurnesjum verður ekki hætt þó svo Reykjanesbrautin verði orðin tvöfölduð að Fitjum innan fárra missera. Krafan sé sú að tvöfalda brautina alla leið að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá þarf einnig að vinna úrbætur á þjóðvegum í Garð, Sandgerði og til Grindavíkur, svo eitthvað sé nefnt.
Suðurnesjamenn fagna hins vegar því að baráttan um tvöfaldan Suðurlandsveg sé að fara á fullt og heita því verkefni fullum stuðningi.