Suðurnesjamenn styðja álver
Meirihluti stuðningsmanna allra stjórnmálaflokkanna fimm á Suðurnesjum styður að álver verði reist í Helguvík nema stuðningsmenn Vinstri grænna. Þetta kemur fram í könnum sem Capacent Gallup gerði fyrir Vinstri hreyfinguna-grænt framboð. Rétt tæpur helmingur stuðningsmanna VG á Suðurnesjum er reyndar hlynntur því að álver verði reist, 38% eru á móti. 10% stuðningsmanna flokksins tóku ekki afstöðu. Ríkisútvarpið greinir frá þessu í kvöld.
Næstum því hver einn og einasti stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins vill álver, 70% framsóknarmanna og 63% stuðningsmanna Samfylkingarinnar, þriðjungur stuðningsmanna þess flokks er á móti álveri.
Andstaða mælist vart hjá framsóknarmönnum og sjálfstæðismönnum en meira en fjórði hver stuðningsmaður Framsóknar tekur ekki afstöðu til málsins.
Þetta kemur fram á www.ruv.is
Myndin: Frá jarðvegsvinnu á byggingarstað fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson