Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjamenn stilla saman strengi fyrir Vest Norden 2004
Föstudagur 18. júní 2004 kl. 13:46

Suðurnesjamenn stilla saman strengi fyrir Vest Norden 2004

Á fundi Ferðamálasamtaka Suðurnesja 16. júní 2004 var ákveðið að skipa nefnd til undirbúnings Vest Norden kaupstefnunni sem haldinn verður í Reykjavík í haust. Markmiðið með vinnu hópsins er að samræma aðkomu ferðaþjónustufyrirtækja af Suðurnesjum á kaupstefnunni og ná sem mestum og bestum árangri fyrir Suðurnesin á kaupstefnunni með samræmdum aðgerðum.

Nefndina skipa eftirtaldir:

Steinþór Jónsson Hótel Keflavík formaður. S. 4207000. Netfang; [email protected].
Reynir Sveinsson  Fræðasetrinu. S. 4237551. Netfang; [email protected].
Kjartan Kristjánsson Saltfisksetrinu. S. 4201190. Netfang; [email protected].
Helga Ingimundardóttir Mobie Dick. S. 8965598. Netfang; [email protected].

Þeir ferðaþjónustuaðilar sem vilja koma að hugmyndum varðandi kaupstefnuna er vinsamlegast bent á að hafa samband við ofantalda.

Reykjanesbæ 18. júní 2004

Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024